Halla og Ragna blogga frá Árósum

föstudagur, mars 21, 2008

¿Que pasa?

Við mæðgur í Parc Güell með Barcelona í bakgrunni


Kannski komin tími á eitt blogg eða svo?


Erum staddar í Barcelona eins og er í páskafríi með mömmu. Borgin er alveg yndisleg eins og allir voru reyndar búnir að segja við okkur. Kom mér á óvart hvað það er fínt hérna og allar byggingarnar eru svo fallegar, kannski eftir að maður er búin að vera í Kaíró þá eru allar stórborgir fallegar hehe...

Við búum í algjörri lúxus íbúð í eigu íslendinga hérna og stutt í allt eins og Metro og svona sem munar auðvitað öllu. Við erum erum svo sem ekki búnar að gera neitt svakalega mikið síðan við komum, löbbuðum Römbluna í gær og gegnum Barrio Gótica og í dag fórum við í Parc Güell í geggjuðu veðri þar sem Gaudí safnið er. Við kíktum aðeins út í gær með Hannesi, sænskum strák sem býr hérna og leigði herbergi hjá mömmu seinasta haust í 3 mánuði. Hann er búinn að búa hérna í ansi langan tíma, það er sérstaklega gaman að fá að upplifa svona "local" stemningu en ekki bara túrista dæmið. Á dagskránni er svo að fara í Dalí þorpið, skoða gömlu kirkjunna Sagrada Familia, kíkja á salsa bar (bara fyrir mömmu annars hefði ég aldrei samþykkt þetta) og svo væri geggjað að geta fengið miða á Barcelona leikinn á sunnudaginn og ef ekki þá eru 2 stórleikir í ensku deildinni sem við hljótum að geta séð á eitthvað af þessum börum hérna.


Annars er það að frétta af okkur að við erum nýfluttar í nýja íbúð sem er alveg hliðiná háskólanum, þvílíkt næs og enginn afsökun núna að mæta ekki í tíma. Fórum í saumaklúbb seinustu helgi hjá Möttu með öllum íslensku gellunum. Það var sem sagt kokteilkvöld a la sex & the city. Tvær af stelpunum höfðu verið svo sniðugar að panta hjálpartækjakynningu sem vakti mjög svo mikla lukku á meðal okkar stelpnanna. Þetta kemur bara í staðinn fyrir Tupperware kynningar hérna fyrir nokkrum árum. Þarf nú eiginlega að skella inn myndum frá þessu kvöldi við tækifæri.

Fótboltinn er náttúrulega byrjaður á fullu aftur, undirbúningstímabilið alveg meira en hálfnað erum að vísu bara búnar að keppa einn æfingarleik og ég náði einhvern veginn að slasa mig en vonandi er það ekkert alvarlegt.


Bið bara að heilsa í bili,


besos frá Barcelona


Ragna


þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Yeah baby yeah




Frábært partý....verð nú bara að segja. Vonum að allir hafi skemmt sér vel :)
Vorum að koma heim frá London. Fórum á föstudagsmorgun og erum búnar að brasa ýmislegt síðan. Fórum náttúrulega aðeins í búðir en kíktum líka á söngleikinn We Will Rock You, reyndum að kaupa miða á Chelsea vs. Liverpool en fengum ekki á viðráðanlegu verði en sáum samt Rafael Benitez, Reina, Pennant, Babel og einhverja fleiri (mjög tilfinningaríkt fyrir okkur systur), fórum út að borða á geggjaðan Líbanskan veitingastað og svo sáum við Arsenal vinna Blackburn í gærkvöldi. Ansi mögnuð ferð og maður verður sjálfsagt lengi að jafna sig eftir þetta. Mjög erfitt að koma sér inn hversdaginn eftir svona helgi en erum strax farnar að skipuleggja næstu ferð.
Settum inn myndir úr Austin Powers partýinu á myndasíðuna okkar svo að endilega kíkiði á þær.
Bið að heilsa í bili
Halla
p.s. til hamingju með afmælið, Regína, þann 7. febrúar. Vildum að við hefðum getað verið hjá þér :( knús og kram

þriðjudagur, janúar 15, 2008

úps...svolítið seint en Gleðilegt Ár!




Þetta er það eina sem heldur manni gangandi þessa dagana eða allavega til klukkan 14 á fimmtudaginn því þá verð ég búin í prófum.....jibbí :) og vonandi næ ég en manni er orðið nokkuð sama...vill bara ljúka þessu af.
Blogga meira seinna
Halla

miðvikudagur, desember 12, 2007

8 dagar í heimkomu :D

Shit, ég þjáist af óstjórnanlegu bloggleti, hvað er það? Fullt að gerast en ég nenni bara ekki að segja frá því, hehe... ekki að ég sé að monta mig en ég lifi svo geðveikt skemmtilegu lífi, stundum öfunda ég sjálfa mig hvað ég lifi skemmtilegu lífi...:D

Allavega, þá erum við systur búnar í prófum og komnar í jólafrí. Ég tók próf í enskri hljóðfræði og hlóðkerfisfræði (phonetics & phonology) eða hvað sem þetta heitir nú á íslensku og Halla tók skriflegt próf í arabísku og komst af því að hún hefur ekki tekið skriflegt próf síðan í Verzló, hvað er það? En Halla þarf víst að fara í munnlegt próf í janúar en ekki ég þannig að ég er í fríi þangað til 1. febrúar, kannski maður ætti að fá sér einhverja vinnu þangað til?

Það var julefrokost hjá okkur fótboltastelpunum seinustu helgi. Festen var haldin hjá okkur hérna í fælles kjallaranum og eins og við mátti búast þá var þetta þvílíkt gaman, þessi hópur er náttúrulega bara algjört æði. Það var drukkinn snafs, farið í pakkaleik (margir pakkar mjög skemmtilega pakkaðir inn t.d. einn eins og ákveðinn líkamspartur á karlmönnum gerður úr tveim mandarínum og snafsflösku) og dansað fram á rauða nótt. Þegar líða tók á snafsinn þá fór að losna um málbeinið hjá stelpunum og hérna koma dæmi um setningar sem komu fram í sögum sem sagðar voru þetta kvöld "Hvor vil du have den kælling?!", "den var så stor at jeg ikke engang kunne have den i munden", "drenge vil i lege med vores bolde". Ótrúlegt hvað stelpur geta skemmt sér vel án stráka.

Vikan framundan er vinna, afmælisparty um helgina, jólagjafainnkaup og svo heimferð og það verður DeJlIgT.

Hafiði það gott í bili,

Jólakveðja Ragna og hér er mynd af okkur þríburunum í jólagír í julefrokost










föstudagur, desember 07, 2007

Svona verðum við (ég, Halla og Sigrún) þegar við komumst í jólafrí. Hafið hljóð á því það er miklu skemmtilegra :D

Blogga seinna í dag þegar ég er búin í þessu fu*ing prófi eða eftir helgi, ég lofa!


Knús, Ragna

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Hó hó hó....

Var að setja inn fullt af nýjum myndum svo að ef þið hafið áhuga þá getið þið kíkt á þær.

Það er búið að vera nóg að gera í þessum mánuði. Fengum heimsókn frá mömmu fyrstu helgina í nóvember og það var mjög notalegt. Tókum því bara rólega og fengum auðvitað íslenskt læri, nammi og lesefni. Maður fær bara ennþá vatn í munninn. Helgina eftir það fengum við pabba, Vigdísi og Drífu fósturmömmu í heimsókn. Það var æðislegt að hafa þau í heimsókn. Fórum út að borða á Al Meza, sem er Líbanskur staður, held ég, og ég mæli með þeim stað og það eyðileggur ekki fyrir að maður má taka með sér áfengi. Síðan eldaði pabbi hangikjöt með uppstúf og grænum baunum, nammi namm, ekkert smá jólalegt. Við gerðum nú ekki mikið annað en að hanga en kíktum aðeins í Bazar Vest og þar keypti ég mér loksins Shisha þannig að nú verður loksins hægt að bjóða upp á Shisha þegar fólk kemur í heimsókn. Takk æðislega fyrir heimsóknirnar mamma, pabbi, Drífa og Vigdís.

Síðustu helgi fórum við til Köben í lokahóf hjá íþróttaklúbbnum Stellu Löve en það var í rauninni afmælispartý hjá Valdísi og Addý. Ég, Ragna, Soffía og Steinunn klæddum okkur upp sem samhæft sundlið (syncronized swimmers). Addý og Valdís voru þeldökkir körfuboltagaurar og gjörsamlega óþekkjanlegar. Þarna var einnig að finna fótboltabullur, brimbrettagaur, karatemann, hjólreiðamann og auðvitað frumlegast af öllu..........skákmann. Þetta var ekkert smá gaman og vona að það verði jafn gaman í partýinu okkar sem verður auglýst síðar.






Annars eru bara 2 til 3 vikur eftir af þessari önn og síðan byrja prófin. Við þurfum báðar að fara í próf fyrir jól og ég þarf líka að fara í 2 próf eftir jól þannig að þetta verður eitthvað lítið jólafrí en það stoppar mann að sjálfsögðu ekki í því að fara á eins og eitt ball eða tvö. Planið er að koma heim 20. desember og vera til 7. janúar. Og ef einhver heldur að hann geti kennt mér heimspeki á þessum tíma þá er ég opin fyrir öllu :)

Bless í bili

Halla

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Þriðjudagskvöld

Á hverjum þriðjudagsmorgni þá vakna ég með þetta lag á heilanum:




Ég vona að þið fáið þetta líka á heilann :)
Halla